Monday, March 9, 2009

Svona smá



Við systurnar, Anna og Þóra, hittumst alltaf á mánudögum og saumum saman. Núna erum við að sauma dagatal, við fundum það hér.

Sunday, March 8, 2009

Sunnudagskvöld

Sælar mínar elskanlegu.
Ég var að vonast til þess að einhver ykkar bloggaði! Er nú ekki mjög fær í því sjálf. Þarf að gera margar tilraunir til þess að komast inn o.s.frv. en löngunin eftir að vera í sambandi er erfiðleikunum yfirsterkari. Mikið er teppið þitt fallegt, Anna Björg. Gaman væri að sjá myndir frá ykkur hinum.

Dreif mig í að sauma aðra óvissuverkefnistösku sem ég ætla að gefa frænku minni í afmælisgjöf. Hún varð bara svo sæt, eða þannig. Vona að hún gleðji hana.

Hafið það gott, ljúfur.

Kveðja,

Kristín

Sunday, March 1, 2009

Gaman, gaman

Hún Anna Björg er nú alveg meiriháttar kona að geta þetta!
Já, hvað segið þið annars stelpur. Hvað eruð þið að bauka?
Af mér er það að frétta að ég er búin að standa fyrir tveimur námskeiðum fyrir vinkonur mínar hér í bænum og hef þá fengið þær í Bót til að kenna okkur. Seinna námskeiðið verður reyndar ekki að veruleika fyrr en 24. mars.
Á fyrra námskeiðinu lærðum við Beint á bak og vatt en núna verður vináttuflétta, kennsla í að nota afganga.

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Kristín Jónsdóttir