Monday, May 11, 2009

11. mai

Hefur ekki 11. maí verið kallaður lokadagur hjá sjómönnum? Kemur ekki krían 11. maí hérna á suðurvesturhornið? Hvað sem því líður þá eru engin lok hjá bútasaumskonum, verst að krafturinn í saumunum hefur ekki verið alveg nógu mikill upp á síðkastið. Allt stendur þó til bóta þegar ástandið er í lægð, þá hlýtur það að batna innan tíðar. Hef sem sé ekki verið dugleg að sauma, er þó með tvenna pottaleppa í (bí)gerð, þ.e.a.s. ég á eftir að brydda þá. Erfitt að fá rétta litinn af skáböndum svo að ég sneið þau úr efni á aðra, hinir liggja sem stendur í láginni. Ætlar enginn að blogga? Kveðja, Kristín