Friday, January 15, 2010

Til ykkar...

Vinna jafnt og þétt...

Hér af Nesinu er allt gott að frétta. Við hittumst nokkrar heima hjá mér og saumuðum sl. mánudag og ætlunin er að gera meira af slíku. Höfum ekki fengið neinn til að halda námskeið fyrir okkur. Það er hægt að gera svo margt bara með vinum sínum og klókum konum eins og þið þekki. Fyrir jólin saumuðum við jóladót og höfum þegar ákveðið að gera slíkt fyrir næstu jól og undirrituð viðurkennir hér með að hún gerði það einmitt sl. mánudag. Ætla að vera drjúg í að gera jólagjafir allt árið þannig að stressið verði í lágmarki fyrir næstu jól.

Knús, Kristín