Vinna jafnt og þétt...
Hér af Nesinu er allt gott að frétta. Við hittumst nokkrar heima hjá mér og saumuðum sl. mánudag og ætlunin er að gera meira af slíku. Höfum ekki fengið neinn til að halda námskeið fyrir okkur. Það er hægt að gera svo margt bara með vinum sínum og klókum konum eins og þið þekki. Fyrir jólin saumuðum við jóladót og höfum þegar ákveðið að gera slíkt fyrir næstu jól og undirrituð viðurkennir hér með að hún gerði það einmitt sl. mánudag. Ætla að vera drjúg í að gera jólagjafir allt árið þannig að stressið verði í lágmarki fyrir næstu jól.
Knús, Kristín
Friday, January 15, 2010
Thursday, December 17, 2009
Jolin, jolin
Jæja, þá nálgast nú blessuð jólin. Nóg a gera og gaman að vera til. Geri ráð fyrir það þið séuð allar búnar að búa til helling af jólagjöfum. Ég hef gert smá og hef notið þess, þrátt fyrir annríki, en eins og þið þekkið þá er aldrei nógur tími... Svo fyllist ég stundum kvíða yfir því að viðtakendum þyki lítið til gjafanna koma. Þá ..., nei svona má maður ekki hugsa. Handverk er dýrmætt, hvernig sem á það er litið og alltaf er dálítill kærleikur settur í verkið.
Gleðileg jól, dúfur.
Kveðja, Kristín
Gleðileg jól, dúfur.
Kveðja, Kristín
Wednesday, November 4, 2009
Óvissuverkefni
Sælar stelpur
Núna er óvissuverkefnið hætt að vera óvissuverkefni heldur er þetta glæsilegt prjónaveski. Það var mjög skemmtilegt að sauma það. Takk fyrir Anna að nenna að skanna það og senda okkur. Svo er vonandi ekki langt að bíða með að við getum sett inn myndir. Nú er verið að missa sig í jólabútasaum. Bestu kveðjur Sigga J
Núna er óvissuverkefnið hætt að vera óvissuverkefni heldur er þetta glæsilegt prjónaveski. Það var mjög skemmtilegt að sauma það. Takk fyrir Anna að nenna að skanna það og senda okkur. Svo er vonandi ekki langt að bíða með að við getum sett inn myndir. Nú er verið að missa sig í jólabútasaum. Bestu kveðjur Sigga J
Saturday, October 24, 2009
Thursday, October 22, 2009
Sakna ykkar
Sælar allar.
Mikið höfðum við það skemmtilegt og gaman á helginni okkar í Hlíð. Ég missti mig í að sauma dúk utan um jólatrésfót þegar ég sá jólasveinana frá því í fyrra komna upp í hillu í Hagkaupum. Teppið góða frá helginni er enn hálfklárað en það koma tímar og ráð. Kveðja, Kristín
Mikið höfðum við það skemmtilegt og gaman á helginni okkar í Hlíð. Ég missti mig í að sauma dúk utan um jólatrésfót þegar ég sá jólasveinana frá því í fyrra komna upp í hillu í Hagkaupum. Teppið góða frá helginni er enn hálfklárað en það koma tímar og ráð. Kveðja, Kristín
Monday, October 12, 2009
Óvissuverkefni

Síðustu saumahelgi voru að minnsta kosti tvær konur, Auður og Beggó, með svo skemmtilegar verkfæratöskur, að mig langaði að sjálfsögðu til að sauma eina svona og svo heppilega vildi til að Auður átti vísbendingarnar og nú er ég búin með 1. vísb. Ég hef sterkan grun um að ég sé ekki ein að gera þetta og skora á hinar að setja inn myndir af sinni vinnu:) Kveðja, Anna Björg.
Friday, October 9, 2009
Jibbbbbbíííí
Sælar stelpur
Loksins loksins gat ég komist inn. Hélt að þetta myndi ekki takast en með hjálp Önnu gekk þetta. Takk fyrir góða helgi allar saman. Það var bara gaman:-)
Kv Sigga J
Loksins loksins gat ég komist inn. Hélt að þetta myndi ekki takast en með hjálp Önnu gekk þetta. Takk fyrir góða helgi allar saman. Það var bara gaman:-)
Kv Sigga J
Subscribe to:
Comments (Atom)


