Thursday, December 17, 2009

Jolin, jolin

Jæja, þá nálgast nú blessuð jólin. Nóg a gera og gaman að vera til. Geri ráð fyrir það þið séuð allar búnar að búa til helling af jólagjöfum. Ég hef gert smá og hef notið þess, þrátt fyrir annríki, en eins og þið þekkið þá er aldrei nógur tími... Svo fyllist ég stundum kvíða yfir því að viðtakendum þyki lítið til gjafanna koma. Þá ..., nei svona má maður ekki hugsa. Handverk er dýrmætt, hvernig sem á það er litið og alltaf er dálítill kærleikur settur í verkið.

Gleðileg jól, dúfur.
Kveðja, Kristín

Wednesday, November 4, 2009

Óvissuverkefni

Sælar stelpur
Núna er óvissuverkefnið hætt að vera óvissuverkefni heldur er þetta glæsilegt prjónaveski. Það var mjög skemmtilegt að sauma það. Takk fyrir Anna að nenna að skanna það og senda okkur. Svo er vonandi ekki langt að bíða með að við getum sett inn myndir. Nú er verið að missa sig í jólabútasaum. Bestu kveðjur Sigga J

Saturday, October 24, 2009

Næstu vísbendingar tilbúnar






2. og 3.
Og svo blokkin sem var frjáls.

Thursday, October 22, 2009

Sakna ykkar

Sælar allar.
Mikið höfðum við það skemmtilegt og gaman á helginni okkar í Hlíð. Ég missti mig í að sauma dúk utan um jólatrésfót þegar ég sá jólasveinana frá því í fyrra komna upp í hillu í Hagkaupum. Teppið góða frá helginni er enn hálfklárað en það koma tímar og ráð. Kveðja, Kristín

Monday, October 12, 2009

Óvissuverkefni


Síðustu saumahelgi voru að minnsta kosti tvær konur, Auður og Beggó, með svo skemmtilegar verkfæratöskur, að mig langaði að sjálfsögðu til að sauma eina svona og svo heppilega vildi til að Auður átti vísbendingarnar og nú er ég búin með 1. vísb. Ég hef sterkan grun um að ég sé ekki ein að gera þetta og skora á hinar að setja inn myndir af sinni vinnu:) Kveðja, Anna Björg.

Friday, October 9, 2009

Jibbbbbbíííí

Sælar stelpur
Loksins loksins gat ég komist inn. Hélt að þetta myndi ekki takast en með hjálp Önnu gekk þetta. Takk fyrir góða helgi allar saman. Það var bara gaman:-)
Kv Sigga J

Monday, October 5, 2009

Nú er ég í tölvu í vinnunni og er að prófa þar :)

Sælar allar.
Takk Anna Björg fyrir að leyfa okkur að sjá myndirnar á heimasíðunni þinni. Ég var myndavélarlaus þannig að ég naut þess; vildi gjarna hafaa haft mína með. Helgin var náttúrlega frábær. Hló fyrir árið held ég, eða kannski hlær maður bara meira eftir svona... Kristín

Sunday, October 4, 2009

Prufa

Er aðeins að vita hvort ekki sé allt í lagi hér :)
Anna Björg

Monday, May 11, 2009

11. mai

Hefur ekki 11. maí verið kallaður lokadagur hjá sjómönnum? Kemur ekki krían 11. maí hérna á suðurvesturhornið? Hvað sem því líður þá eru engin lok hjá bútasaumskonum, verst að krafturinn í saumunum hefur ekki verið alveg nógu mikill upp á síðkastið. Allt stendur þó til bóta þegar ástandið er í lægð, þá hlýtur það að batna innan tíðar. Hef sem sé ekki verið dugleg að sauma, er þó með tvenna pottaleppa í (bí)gerð, þ.e.a.s. ég á eftir að brydda þá. Erfitt að fá rétta litinn af skáböndum svo að ég sneið þau úr efni á aðra, hinir liggja sem stendur í láginni. Ætlar enginn að blogga? Kveðja, Kristín

Thursday, April 2, 2009

Barnaskór



Gat ekki stillt mig um að skoða dönsku vefsíðuna með barnaskónum hér og prjóna líka. Ég saumaði perlur í blómin og það var ekki ljótt. Prjónaði fyrst þessa hvítu með silfurþræði og ætlaði að prjóna aðra en garnið dugði ekki svo að framleisturinn er blár. Held að það gæti líka verið sætt að prjóna í framl. annan lit innan í bárurnar, svona eins og á Shakepspeare fötum.
Kristín.

Monday, March 9, 2009

Svona smá



Við systurnar, Anna og Þóra, hittumst alltaf á mánudögum og saumum saman. Núna erum við að sauma dagatal, við fundum það hér.

Sunday, March 8, 2009

Sunnudagskvöld

Sælar mínar elskanlegu.
Ég var að vonast til þess að einhver ykkar bloggaði! Er nú ekki mjög fær í því sjálf. Þarf að gera margar tilraunir til þess að komast inn o.s.frv. en löngunin eftir að vera í sambandi er erfiðleikunum yfirsterkari. Mikið er teppið þitt fallegt, Anna Björg. Gaman væri að sjá myndir frá ykkur hinum.

Dreif mig í að sauma aðra óvissuverkefnistösku sem ég ætla að gefa frænku minni í afmælisgjöf. Hún varð bara svo sæt, eða þannig. Vona að hún gleðji hana.

Hafið það gott, ljúfur.

Kveðja,

Kristín

Sunday, March 1, 2009

Gaman, gaman

Hún Anna Björg er nú alveg meiriháttar kona að geta þetta!
Já, hvað segið þið annars stelpur. Hvað eruð þið að bauka?
Af mér er það að frétta að ég er búin að standa fyrir tveimur námskeiðum fyrir vinkonur mínar hér í bænum og hef þá fengið þær í Bót til að kenna okkur. Seinna námskeiðið verður reyndar ekki að veruleika fyrr en 24. mars.
Á fyrra námskeiðinu lærðum við Beint á bak og vatt en núna verður vináttuflétta, kennsla í að nota afganga.

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Kristín Jónsdóttir

Saturday, February 28, 2009

Fyrstu skrefin


Jæja stelpur nú er ég búin að búa til bloggsíðu og við verðum að vera duglegar að blogga hér. Anna Björg.