Sunday, March 8, 2009

Sunnudagskvöld

Sælar mínar elskanlegu.
Ég var að vonast til þess að einhver ykkar bloggaði! Er nú ekki mjög fær í því sjálf. Þarf að gera margar tilraunir til þess að komast inn o.s.frv. en löngunin eftir að vera í sambandi er erfiðleikunum yfirsterkari. Mikið er teppið þitt fallegt, Anna Björg. Gaman væri að sjá myndir frá ykkur hinum.

Dreif mig í að sauma aðra óvissuverkefnistösku sem ég ætla að gefa frænku minni í afmælisgjöf. Hún varð bara svo sæt, eða þannig. Vona að hún gleðji hana.

Hafið það gott, ljúfur.

Kveðja,

Kristín

1 comment:

  1. Sælar, ég ætla aðeins að leiðrétta Kristínu þetta teppi er ekki mitt teppi, ég held helst að að hún heiti Þórey sem á þetta teppi passar það?
    Kveðja, Anna Björg.

    ReplyDelete